Burt með VG
6.10.2010 | 21:38
Það er satt hjá Bjarna Benediktssyni að þjóðin þurfi ekki málamiðlanir um einstök mál, heldur þurfi þjóðin nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórn flokka sem hafa þor og vilja til blása lífi í glæður atvinnulífsins með öllum tiltækum ráðum áður en þær kulna alveg.
Núverandi stjórn hefur dæmt sig úr leik, flokkarnir halda hvor öðrum í gíslingu. Ofstækis ESB stefna Samfylkingarinnar, sem er hennar eina mál, heldur stjórninni í gíslingu. VG ræður því atvinnustefnunni og öðru því sem þeir vilja ráða og stefnan er helgræn stefna afturhalds og framfara fjandsamleg. Samfylkingin óttast að rjúfa þetta samstarf af ótta við að ESB draumurinn verði með því endanlega að engu.
Vandinn er orðinn það mikill að kosningar eru ekki lausn á vanda dagsins, tíminn leyfir það ekki. Núverandi þingi ber skylda til að mynda starfhæfa stjórn. Hvort það verður Samfylking og Sjálfstæðisflokkur einir sér eða með Framsókn eða Hreyfingunni skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að koma VG úr ríkisstjórn, sá flokkur er ekki stjórntækur, það er ljóst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilhjálmur Egilsson er grínari góður
27.7.2010 | 21:50
Er hægt að skaða þá ímynd meir en síðasta valdaskeið Sjálfstæðisflokksins fékk áorkað?
Vilhjálmur tilheyrir þeim flokki manna sem vilja af pólitískum ástæðum frekar sjá auðlindir og eigur þjóðarinnar út í hafsauga en í eigu ríkisins, verði þeim ekki komið í hendur einkavina og annarra vandamanna.
Þetta viðtal við Vilhjálm afsannar þá kenningu að hann sé húmorslaus, hann er þvert á móti grínari góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)